Júnía

Ég kærði kynferðisbrot árið 2011. Lögreglumaðurinn sem tók af mér skýrslu var eldri karlmaður sem virtist ekki nenna vinnunni sinni. Þar var enga samúð, hlýju eða skilning að finna. Hann spurði hvernig ég hafi verið klædd og hvað ég hefði drukkið. Réttargæslumaður fylgdi mér í gegnum skýrslutökuna en hafði svo aldrei samband aftur. 

Eftir heilt ár af þögn kom niðurfellingarbréfið óvænt. Það var algjört áfall, ég var andlega algjörlega óviðbúin niðurfellingu. Enda var ég ekki sú fyrsta sem kærði hann. Ég fékk massíft kvíðakast og var lengi að jafna mig. Af hverju var ég ekki vöruð við? Ég átti bara að díla við þetta áfall alein. 

Ég myndi ekki hvetja fólk til þess að kæra. Þessi ópersónulegu samskipti og þögnin í ferlinu öllu gerðu kæruferlið mjög erfitt, ég missti traust á kerfið.  

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram